Hvernig horfi ég á Jólagesti Björgvins?

VodafoneVodafone
18.12.2020

 
Jólagestir Björgvins fara fram í ár heima í stofu hjá þér. Tónleikunum verður streymt beint frá Borgarleikhúsinu laugardaginn 19. desember kl. 20.

Öll miðasala fer fram á tix.is og velja kaupendur milli þriggja miðategunda, eftir því hvar þeir vilja horfa á tónleikana. Í boði er að horfa í myndlyklum Vodafone, Símans eða á streymi á Jólagestir.is. Kaupendur eru í raun og veru að kaupa kóða og hver kóði gildir eingöngu fyrir eitt kerfi, af þeim þremur sem eru í boði.

Eftir að hafa keypt miða til þess að horfa á tónleikana í myndlykli Vodafone þá þarf að fylgja eftirfarandi skrefum:

  1. Virkja kaupin HÉR .  (Athugið: Fullt verð birtist í upphafsskrefinu en breytist þegar kóði er sleginn inn)
  2. Smella á “Áfram” og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
  3. Slá inn kóðann í reitinn “Gjafakóði” og smella á “Virkja”. Ef kóðinn er í lagi þá breytist verðið í 0 kr.
  4. Smella á “Staðfesta kaup” og þá opnast á tónleikana á rás 900 í myndlyklinum þínum frá Vodafone.
  5. Á rás 900 er kynningarefni frá Jólagestum til að byrja með og tónleikarnir munu svo hefjast á þessari rás kl. 20:00 laugardaginn 19. desember. Ef rásin fer ekki í gang eftir að þú hefur slegið inn kóðann vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum netspjallið okkar hér.

 

Spurt og svarað

Ég keypti kóða fyrir myndlykil Vodafone. Get ég horft á tónleikana í snjallsímanum mínum eða spjaldtölvu?
Nei því miður, eingöngu er hægt að horfa á tónleikana í gegnum myndlykil Vodafone ef kóðinn er keyptur fyrir þá dreifileið.

Ég virkjaði kóðann í einum myndlykli Vodafone en ég er búin að breyta um skoðun og núna vil ég horfa á tónleikana í öðrum myndlykli Vodafone, hvernig geri ég það?
Hægt er að færa viðburðinn á milli Vodafone myndlykla á Mínum síðum

Get ég spólað til baka eða pásað útsendinguna í myndlykli Vodafone?
Já, hægt er að spóla til baka og pása á meðan útsendingu stendur.

Verða tónleikarnir aðgengilegir í tímavél í myndlykil Vodafone?
Já þeir verða aðgengilegir í 48 klst eftir að sýningu lýkur 19. desember. Eftir það verður ekki hægt að horfa á tónleikana, nema með því að kaupa þá aftur í gegnum leiguna í myndlyklinum, á fullu verði.

Get ég notað Stöð 2 appið?
Nei, tónleikarnir verða ekki aðgengilegir í Stöð 2 appinu.