Vodafone tryggir gagnaflutning snjallmæla Veitna með nýrri samskiptatækni

Snjallvæðing mæla byggir á léttbands tækni (e. Narrowband IoT) en um er að ræða fyrsta opinbera verkefnið á Íslandi sem byggir á tækninni.

Þann 1. desember síðastliðinn var tilkynnt um samning Veitna við slóvenska fyrirtækið Iskraemeco um kaup á framsækinni lausn til að snjallvæða mæla raf-, hita- og vatnsveitu. Lausnin mun byggja á léttbands (e. Narrowband) samskiptatækni sem veitt verður af Vodafone.

Léttband er tegund af gagnatengingum sem hefur möguleika á því að tengjast hefðbundnu fjarskiptakerfi á hagkvæman hátt og nýta þannig innviði sem nú þegar eru til staðar ásamt því að tryggja hámarks gagnaöryggi og lágan rekstrarkostnað. Léttband Vodafone bíður upp á lengri rafhlöðuendingu tækja en hingað til ásamt mun lengri drægni en 4G.

Ingi Björn Ágústsson, sölustjóri á fyrirtækjasviði Vodafone: „Vodafone hefur um nokkurt skeið verið leiðandi aðili í ýmiskonar verkefnum sem snúa að snjallvæðingu og komið að fjölda verkefna hjá fyrirtækjum og sveitarfélögum. Það er ánægjulegt að koma að verkefni Veitna en verkefnið er það fyrsta hér á landi sem byggir á léttbands tækninni sem er hagkvæm fyrir Veitur og á sama tíma bæta þjónustu við viðskiptavini þeirra.“

„Veitur eru ánægðar með að léttbandstæknin skyldi verða fyrir valinu sem samskiptaleið fyrir snjallvæðinguna og ekki síður að Vodafone annist þjónustuna. Við höfum fylgst náið með þróun léttbands tækni á síðustu árum og erum ánægð með að tæknin skuli hafa náð þeim þroska að vera samkeppnishæf við aðra valkosti í kostnaði og hæfni. Tæknin mun auðvelda uppbyggingu og rekstur veitukerfanna til framtíðar.“ segir Jakob Sigurður Friðriksson, viðskiptaþróunarstjóri Veitna.

Aðkoma Vodafone að verkefni Veitna byggir á áralangri reynslu félagsins á þessu sviði og aðgangi þess að sérfræðiþekkingu og hagstæðum samningum í gegnum samstarf við Vodafone Group. Mikill vöxtur er í ýmiskonar snjalllausnum hjá fjölda viðskiptavina Vodafone en samstarf við Veitur tengir um 160.000 snjallmæla sem byggja á léttbandstækni við þjónustur félagsins.

Hlekkur á frétt frá Veitum.