Vodafone

Fyrstu PlayStation 5 vélarnar afhentar á Íslandi

Magnús HafliðasonMagnús Hafliðason
19.11.2020

Vodafone afhenti á miðnætti fyrstu Playstation 5 vélarnar í almennri sölu hérlendis

Vodafone hóf á miðnætti afhendingar á PlayStation 5 vélum til viðskiptavina sinna en vélin seldist upp á örfáum klukkustundum þegar forsala hófst 17.september síðastliðinn.

Það voru spenntir viðskiptavinir sem mættu að höfuðstöðum Vodafone á miðnætti í gær. PlayStation 5 er eitt eftirsóttasta tæki veraldar og því rík ástæða til þess að fagna því að hafa náð vél úr fyrstu sendingu hingað til lands. Þessir lukkulegu viðskiptavinir voru leystir út með gjafapoka af þessu tilefni sem innihélt glaðning frá Domino‘s og Ölgerðinni en viðskipavinir með fjarskipti hjá Vodafone fengu frían stýripinna að auki.

Vodafone hefur komið fyrir sýniseintaki af vélinni í verslun sinni að Suðurlandsbraut 8 þar sem áhugasamir geta borið tölvuna augum og upplifað leikjaspilun í þessari byltingarkenndu leikjavél. Áhugasamir geta skráð sig á biðlista fyrir komandi sendingar á vef Vodafone auk þess að skoða vöruúrval tengt PlayStation.

Vodafone hefur síðustu misseri tekið virkan þátt í ýmiskonar viðburðum tengdum rafíþróttum, m.a. með Vodafone deildinni í CS:GO, samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands auk stuðnings við dagskrárgerð á Stöð 2 eSport. Áherslan er á að stuðla að ábyrgri þátttöku í rafíþróttum en þær hafa reynst mörgum vel síðustu mánuði þegar ýmsar takmarkanir hafa verið á samkomum og þátttöku fólks í viðburðum af ýmsu tagi.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.