Hvernig horfi ég á leikinn?

VodafoneVodafone
14.11.2020

UEFA Nations League á Stöð 2 Sport

Íslenska karlalandsliðið klárar UEFA Nations League í nóvember og eiga tvo útileiki, annars vegar gegn Danmörku og hins vegar gegn Englandi.

Leikirnir verða í læstri dagskrá. Hægt er að kaupa áskrift hér en einnig verður hægt að kaupa leikina sem stakan viðburð fyrir aðeins 990 kr. á myndlyklum og í vefsjónvarpi Stöðvar 2. Sjá leiðbeiningar hér neðar á síðunni.
 

Stöð 2 app notendur þurfa að fara í gegnum eftirfarandi skref til að kaupa leikinn í gegnum pay per view

1. Farðu á sjonvarp.stod2.is og skráðu þig inn með sama aðgang og þú notar í appinu

2. Þú finnur leikinn undir Viðburðir á forsíðunni í viðmótinu.

3. Leikurinn ætti nú að vera opinn í Stöð 2 appinu.

Sé viðburðurinn keyptur í gegnum vefsjónvarp Stöðvar 2 - virkjast hann eingögnu í vefsjónvarpinu, Stöð 2 appinu og myndlyklum Vodafone.


Viðskiptavinir með Nova TV:
Geta keypt stakan viðburð á 990 krónur HÉR


Viðskiptavinir Símans:
Geta keypt stakan viðburð á myndlyklum Símans á 1.000 krónur. Ýta þarf á bláa VOD takkann á fjarstýringunni- Fletta niður til hægri til að sjá Viðburðir, sem er með mynd af dagatali og þar er hægt að finna viðburðinn.

Vekjum athygli á því sé leikurinn keyptur í gegnum appið frá Símanum er aðeins hægt að horfa á leikinn í snjalltæki en ekki í gegnum myndlykil.

ÁFRAM ÍSLAND!