Vodafone

Heilsaðu nýju iPhone 12 seríunni!

Helga Björg AntonsdóttirHelga Björg Antonsdóttir
19.10.2020

Apple kynnti á dögunum fjóra nýja iPhone síma: iPhone 12, iPhone 12 Mini, iPhone 12 Pro og iPhone Pro Max. Uppfærð hönnun, leiftursnögg 5G tækni, byltingarkenndur Bionic A14 örgjörvi og 11 trilljón aðgerðir á sekúndu! Með iPhone 12 seríunni er hraði og farsímaupplifun færð í alveg nýjar hæðir.

Hönnunin á símunum virðist vera ákveðið afturhvarf til fyrri tíma og er talin minna á iPhone 5 og iPad Pro með harðari hornum í stað ávala skjáa sem hafa rutt sér braut í símum undanfarin ár. Öll iPhone 12 línan er með nýja gerð OLED-skjás, svo mynddílarnir eru um tvöfalt fleiri en á iPhone 11 og er skjárinn með enn meiri litadýpt sem og bjartari. Einnig er nýi skjárinn með nýjan og öflugan varnarhjúp sem gerir glerið um fjórfalt sterkara en í fyrri gerðum og er iPhone 12 því sterkbyggðasti iPhone síminn frá upphafi.

Mesta byltingin á iPhone 12 línunni er að nú styðja allir símarnir við 5G, næstu kynslóð farsímaneta sem gefur kost á margfalt hraðari gagnaflutningi en fyrri farsímanet. Síminn mun jafnframt geta metið hvort 4G netið henti betur og getur flakkað á milli kerfa og þannig sparað rafhlöðuna. Vodafone hefur nú hafið uppbyggingu 5G kerfis á Íslandi, sem þýðir að þú munt fljótt geta upplifað mikla aukningu á hraða og flutningsgetu í öruggu farsímakerfi.

Myndavélarnar á iPhone 12 fá allar uppfærslur. Myndavélin á iPhone 12 og 12 Mini er enn með tvær linsur en þær geta nú tekið inn 27% meiri birtu á aðallinsunni og Night Mode hefur verið gert enn betra. Símarnir ná þannig að taka ótrúlega skýrar myndir jafnvel í frekar slökum birtuskilyrðum. iPhone 12 Pro og Pro Max eru enn með fjórar linsur en nú nær aðallinsan inn 86% meiri birtu. Night Mode er orðið enn betra og við bætist möguleikin að taka myndir í RAW. RAW formattið býður upp á ótalmarga möguleika í eftirvinnslu- nú beint í símanum eða öðrum tækjum. iPhone 12 Pro símarnir eru líka einstaklega öflugir í að taka upp skýr myndbönd og styðja nú Dolby Vision.

Á öllum iPhone 12 símunum er nú MageSafe segla tækni á baki símanna sem gerir það að verkum að þú getur auðveldlega tengst nýjum aukabúnaði líkt og snertilausri hleðslu, hulstrum og veskjum. iPhone 12 símarnir koma í fimm litum: svörtum, hvítum, rauðum, grænum og bláum. iPhone 12 Pro símarnir koma í fjórum litum: silfur, gull, svörtum og kyrrahafsbláum.

Við bíðum spennt eftir að hefja sölu á nýju iPhone 12 línunni og hefst forsala á iPhone 12 og 12 Pro þann 23. október. Símar verða svo afhentir þann 30. október. Svo hefst forsala á iPhone 12 mini og 12 Pro Max þann 6. nóvember og verða símar afhentir 13. nóvember.

Færð þú endurgreiddan iPhone 12?

Skráðu þig á póstlistann okkar og við látum þig vita um leið og forsalan hefst.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.