Vodafone

Vodafone og Völsungur skrifa undir samstarfssamning

Lilja BirgisdóttirLilja Birgisdóttir
25.02.2020

Vodafone og íþróttafélagið Völsungur gengu frá samstarfssamningi þess efnis að Vodafone verði styrktaraðili félagsins. Meginmarkmið samningsins er að styðja dyggilega við það öfluga starf sem Völsungur stendur fyrir á Húsavík.

Í kjölfar samningsins mun Húsavíkurvöllur verða Vodafonevöllurinn á Húsavík. Samningurinn er báðum aðilum mikilvægur, hann léttir undir rekstur félagsins og Vodafone leggur mikla áherslu á að styrkja íþróttastarf fyrir ungt fólk.

„Við hjá Vodafone erum afar stolt af því að vera styrktaraðili Völsungs. Það er mikilvægt að fjölbreytt íþróttarstarf sé á Húsavík og aðgengi barna að íþróttum sé gott. Það er okkur því sönn ánægja að taka þátt í því góða starfi sem fram fer hjá íþróttafélaginu Völsungi.“ Segir Bjarni Freyr Guðmundsson rekstrarstjóri Vodafone á Norðurlandi.

„Íþróttafélagið Völsungur er mjög ánægt með að fá Vodafone sem styrktaraðila, það hjálpar til við að efla enn frekar það starf sem nú fer fram hjá félaginu.“ Segir Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs.

Á myndinni eru: Björgvin Sigurðsson , Guðlaugur Arnarsson, Lilja Friðriksdóttir, Bjarni Freyr Guðmundsson og Jónas Halldór Friðriksson. Myndina má nota að vild.
Ljósmyndari: Hafþór Hreiðarsson

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.