Uppbygging 4G kerfis í fullum gangi

Sigurbjörn Óskar GuðmundssonSigurbjörn Óskar Guðmundsson
12.07.2019

 

Tæknimenn Vodafone hafa síðustu misseri verið í óða önn að fjölga 4G sendum og auka afkastagetuna um allt land. Síðustu mánuði hafa bæst við sendar m.a. í Ísafjarðardjúpi, Barðaströnd, Reykhólum, Búðardal, Snæfells þjóðgarði, Staðarskála, Hofsósi, Ásbyrgi, Hallormsstaðaskógi, Fjarðaál í Reyðarfirði, Breiðdalsvík, Djúpavogi, nágrenni Kirkjubæjarklausturs (Hunkubakkar, Kistufell og Hótel Núpar), Landeyjum, Vaðnesi, Gunnarsholti og Skálafelli og víðar á suðurlandinu.

Auk þess hefur verið unnið að því að auka afkastagetu senda í þéttbýli og á sumarhúsasvæðum og þar sem fjölmennir viðburðir eru haldnir.

Um þessar mundir er einnig verið að undirbúa og setja upp tímabundna senda sem eru settir upp fyrir stærstu viðburðina, eins og Menningarnótt (sjá mynd af kerrunni okkar í Hljómskálagarðinum), Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og tónleika Ed Sheeran.

Hér má skoða 4G dreifikerfi Vodafone á gagnvirku korti.