Vodafone

Hljóðstillingar fyrir sjónvarp

Jens SigurðssonJens Sigurðsson
21.02.2019

#sjónvarp

 

Það hafa orðið miklar breytingar á sjónvarpsdreifingu á síðustu árum. Við höfum ferðast úr gömlu hliðrænu dreifingunni í stafræna og svo kom háskerpuvæðingin. Auk þess hefur tækjum og tegund miðlunar fjölgað mjög ört. Hjá Sýn erum við að dreifa sjónvarpsefni um loft, um IPTV myndlykla og svo yfir netið í gegn um vefsjónvarp, AppleTV og í snjallforritum fyrir iOS og Android auk þess að bjóða upp á Chromecast og AirPlay vörpun.

Þar að auki hefur þróun orðið á hljóðmerkinu, við höfum ferðast úr mónó í steríó og síðan yfir í Dolby 5.1 hljóðdreifingu. Þannig hefur hljóðrásunum fjölgað úr einni (monó) í tvær (steríó) og svo yfir í 5 rásir auk bassarásar (5.1) í heimabíókerfum þar sem sex hátölurum er dreift um herbergið: fyrir framan sjónvarpstækið, í fjórum hornum rýmisins og síðan bassabox (oftast staðsett á gólfi).

Stundum gerist það að notandinn er að horfa á 5.1 hljóðútsendingu án þess að vera með hljóðkerfi sem styður slíka dreifingu. Einnig eru dæmi um notendur sem eru með 5.1 hljóðkerfi en eru með tækin stillt á steríó hljóðblöndun. Slíkt getur valdið því að upplifun af hljóðinu verður ekki eins og best verður á kosið.

Myndlyklar Vodafone sjónvarps senda hljóðmerki út í Dobly 5.1.

Fyrir viðskiptavini sem eru með hljóðkerfi sem styður 5.1 er allra best að stilla sjónvarpstækið fyrir Dolby til tryggja bestu hljóðupplifun.

Í IPTV myndlyklum Vodafone er hægt að fara inn í MENU -> Stillingar og velja hjóðham við hæfi Steríó eða Dolby.

Þeir notendur sem eru ekki með Dolby hljóðkerfi og ætla sér að nota hátalarana í sjónvarpinu, hafa stillt á „Steríó“ en myndlykillinn kemur forstilltur með þeirri stillingu nema átt hafi verið við hana í uppsetningarferlinu.

Steríó stillingin tekur hljóðmerki útsendingarinnar og dreifir rásunum fimm (auk bassarásar) á tveimur hljóðrásum sjónvarpstækisins og þannig fæst besta hljóðupplifunin.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.