Námskeið í CS:GO


Rafíþróttasamtök Íslands í samstarfi við Vodafone, bjóða upp á
13 tíma námskeið í CS:GO. 

Námskeiðið fer fram í gegnum netið þar sem breski þjálfarinn Cal Brawn, betur þekktur sem Caspian, mun kenna þér allt sem þú þarft að vita til að verða betri rafíþróttamaður. Hvernig þú undirbýrð æfinguna þína, hvað eru góð samskipti, hver vegna skiptir máli að sofa vel og hugsa um líkamann. Hann fer einnig yfir undirstöðuatriði í öllum keppnisborðum. 

Að loknu námskeiðinu eiga þátttakendur að hafa grunnþekkingu á hvernig leikmenn geta bætt sig og orðið betri spilarar heilt yfir. 

Námskeiðið hefst mánudaginn 5. október og er klukkutíma í senn 

(frá kl. 19:30 - 20:30)

Athugið að námskeiðið er á ensku og er þér að kostnaðarlausu.  

 

Cal Brawn hefur þjálfað mörg topplið í Evrópu og er vel kunnugur íslensku rafíþróttasenunni en hann þjálfaði á árum áður, CAZ, sem er eitt sigursælasta lið landsins. Í dag þjálfar hann Dusty CS sem spilar í Vodafone-deildinni.

Skráðu þig til leiks hér fyrir neðan