Backup+ hættir 31. júlí 2017

Þann 31. júlí 2017 hætti Backup+ appið. Núna þarft þú aðeins Dropbox til að passa upp á gögnin þín og eru þau geymd á öruggum stað þar.

Get ég nálgast gögnin mín eftir að Backup+ lokar?

Já, allar myndirnar þínar, myndbönd og tengiliðir eru á öruggum stað. Þú getur alltaf nálgast gögnin sem þú vistaðir í gegnum Backup+ í Dropbox. Þú getur annað hvort notað Dropbox appið eða farið á heimasíðu Dropbox og fundið gögnin í möppu sem heitir Vodafone Backup+. Þar finnur þú myndirnar þínar, myndbönd og tengiliði.

Get ég enn notað Backup+ appið?

Backup+ appið mun virka eðlilega fyrir núverandi notendur fram til 31. júlí 2017.

Eftir 31. júlí 2017 mun appið ekki lengur virka og það hættir að taka afrit af gögnunum þínum og þér verður óhætt að eyða appinu úr símanum þínum. Öll gögnin þín verða á öruggum stað í Dropbox.

Hvernig byrja ég að nota Dropbox appið?

Þú getur fundið appið fyrir símann þinn hérna .

Ég á í vandræðum með að nálgast gögnin mín í Dropbox, hvort sem um ræðir appið eða heimasíðuna. Hvað get ég gert?

Vinsamlegast hafðu samband við Dropbox fyrir spurningar sem tengjast gögnunum þínum í Dropbox.

Þú getur haft samband við Dropbox í gegnum hjálparsíðuna þeirra: hjálparsíðuna þeirra.

Ég er með tilboð um auka gagnamagn sem fylgir Vodafone RED/SMART farsímaáskriftinni minni og tilboðið gildir lengur en til 31. júlí 2017. Get ég enn notað geymsluplássið mitt hjá Dropbox þótt að Backup+ sé hætt?

Já þú getur enn haldið geymsluplássinu sem þú fékkst með farsímaáskriftinni þinni og haldið áfram að taka afrit af gögnunum þinum í gegnum Dropbox reikninginn þinn. Auka geymsluplássið sem þú fékkst með farsímaáskriftinni þinni gildir eins og áður var talað um. Þegar tilboðinu lýkur getur þú keypt aukið pláss hér.

Ég fékk auka geymslupláss fyrir Backup+ með Vodafone RED/SMART farsímaáskriftinni minni sem á að duga í tvö ár. Get ég enn notað Dropbox með auka geymsluplássinu?

Já, þú heldur auka geymsluplássinu og getur haldið áfram að taka afrit af gögnunum þínum í gegnum Dropbox appið.

Ég er að kaupa áskrift að Backup+ appinu. Held ég áfram að borga eftir að Backup+ lokar?

Allar greiðslur munu stöðvast eftir júní 2017. Allar keyptar áskriftir munu stöðvast sjálfkrafa og aukið geymsluplássið þitt í Dropbox mun hverfa. Öll gögnin þín verða örugg áfram á Dropbox reikningi þínum.

Ef þú þarft meira geymslupláss fyrir gögnin þín kíktu þá hingað.

Ég er að nota Apple tæki og Dropbox tekur ekki afrit af tengiliðum. Hvað geri ég?

Þú getur enn nálgast tengiliðina þína í gegnum Dropbox reikninginn þinn en því miður getur Dropbox ekki tekið afrit af nýjum tengiliðum. Hér koma nokkur skref til að endurheimta tengiliði þína.

 • 1. Sæktu Dropbox appið í símann þinn.
 • 2. Farðu í möppuna “Vodafone Backup+ → Contacts → [Nafnið á tækinu þínu]”
 • 3. Veldu eina af .vcf skránum (mælum með nýjustu skránni þinni)
 • 4. Ýttu á “…” → “Export” → “Copy Link”
 • 5. Opnaðu safari → settu það sem þú afritaðir í vafrann og ýttu á enter
 • 6. Veldu merkið efst í hægra horninu
 • 7. Ýttu á “Direct Download”
 • 8. Ýttu á “Open in Contacts”
 • 9. Ýttu á “Add all contacts”
 • 10. Ýttu á “save”
Ég er að nota Android tæki og Dropbox tekur ekki afrit af tengiliðum. Hvað geri ég?

Þú getur enn nálgast tengiliðina þína í gegnum Dropbox reikninginn þinn en því miður getur Dropbox ekki tekið afrit af nýjum tengiliðum. Hér koma nokkur skref til að endurheimta tengiliði þína.

 • 1. Sæktu Dropbox appið í símann þinn.
 • 2. Farðu í möppuna “Vodafone Backup+ → Contacts → [Nafnið á tækinu þínu]”
 • 3. Veldu eina af .vcf skránum (mælum með nýjustu skránni þinni)
 • 4. Ýttu á “Open with... Contacts”
 • 5. Veldu reikninginn sem þú vilt afrita á
 • 6. Staðfesta
Get ég enn notað Realtimes þótt ég sé ekki með Backup+?

Já þú getur enn notað Realtimes með því að skrá þig fyrir þjónustunni, annaðhvort með netfangi eða Facebook reikningi.

Ég á í vandræðum með að nota Realtimes eða Realtimes appið, hvað á ég að gera?

Vinsamlegast hafðu samband við Realtimes fyrir frekari spurningar. Þú getur nálgast hjálparsíðuna þeirra hérna.

Ég vil sjá aðrar þjónustur sem ég get notað með Vodafone áskriftinni minni. Hvernig geri ég það?

Hafðu samband við þjónustuver 1414 eða farðu hér og sjáðu frekari upplýsingar.