Tryggðu öryggi mikilvægustu gagnanna

Vodafone Backup+ er samstarfsverkefni Vodafone og Dropbox. Með því vistar þú myndir, myndskeið og tengiliði sjálfkrafa á Dropbox og þarft aldrei að hafa áhyggjur af því aftur að tapa mikilvægustu gögnunum af símanum.

Með Vodafone Backup+ appinu tryggir þú ekki einungis að gögnin glatist ekki ef síminn týnist eða hann skemmist, heldur verður miklu einfaldara að flytja tengiliði og gögn yfir þegar þú skiptir um síma.

Vodafone BASIC

25 GB geymslupláss fyrir 490 kr. á mánuði.

Vodafone SMART

50 GB geymslupláss innifalið í 24 mánuði í öllum SMART farsímaáskriftarleiðum.

Vodafone RED

100 GB geymslupláss innifalið í 24 mánuði í öllum RED farsímaáskriftarleiðum.

Sæktu Backup+ appið

Android

Android notendur sækja appið einfaldlega í Google PLAY Store og fylgja leiðbeiningum.

iOS

Apple notendur þurfa að virkja innifalda geymsluplássið sitt hér.

Athugið að til þess að fá allt geymsluplássið þarf að klára „Get started“ hlutann hjá Dropbox. Þetta þarf aðeins að gera í eitt skipti þannig að hafir þú gert þetta áður hjá Dropbox þarftu ekki að endurtaka ferlið.

Ef þú ert nú þegar með innifalið geymslupláss hjá Dropbox þá bætist það gagnamagn sem er innifalið í áskriftarleið þinni við núverandi pláss.

Helstu kostir Backup+ appsins

Myndirnar á öruggum stað

Taktu sjálfkrafa öryggisafrit af öllum myndunum þínum eða veldu hvaða möppur eigi að afrita.

Myndböndin á öruggum stað

Ekki síður mikilvæg en myndirnar. Með Vodafone Backup+ tryggir þú að þau glatist aldrei og getur auðveldlega sótt þau í Dropbox möppuna þína.

Tengiliðirnir á öruggum stað

Vistaðu tengiliðina úr símanum á einn stað með Backup - og deildu þeim svo til allra hinna tækjanna þinna!

Einfalt í notkun

Þú byrjar á að tengja það við Dropbox, stillir hvaða skrár og möppur þú vilt afrita og svo hvort þú viljir bæði afrita yfir WIFI og farsímanetið. Vodafone Backup+ appið er að sjálfsögðu á íslensku.