12 ný lönd bætast við Ferðapakka Vodafone

Jens SigurðssonJens Sigurðsson
20.12.2018

#4g #farsími

 

Vodafone á Íslandi hefur bætt tólf nýjum löndum við Ferðapakka Vodafone sem í boði er fyrir einstaklinga, bæði með áskrift og frelsi og Business Traveller sem í boði er fyrir fyrirtæki.

Þú getur nálgast upplýsingar um Ferðapakka Vodafone með því að smella hér.

Eftirtalin lönd hafa nú bæst við Ferðapakka Vodafone og Business Traveller: Azerbaijan, Bangladess, Gvatemala, Taíland, Ísrael, Úkraína, Kúveit, Albanía, Egyptaland, Perú, Kólumbía og Indland.

Löndin í Ferðapakka Vodafone fyrir áskrift og Business Traveller eru nú 35 talsins og í Ferðapakka Vodafone fyrir frelsi eru löndin 27 talsins.

Vodafone á Íslandi tryggir háhraða 4G samband á öllum helstu áfangastöðum Íslendinga, eða í yfir 60 löndum og þú hringir gjaldfrjálst í þjónustuverið okkar á meðan á ferðalaginu stendur.

Löndin í Ferðapakka Vodafone og Business Traveller eru: Albanía, Argentína, Azerbaijan, Ástralía, Bandaríkin, Bangladess, Barein, Kanada, Kólumbía, Chile, Guatemala, Indland, Kína, Kongó, Egyptaland, Ekvador, Gana, Grænland, Guernsey, Ísrael, Mön, Jersey, Kasakstan, Kúveit, Mexíkó, Nýja Sjáland, Níkvaragva, Paraguay, Perú, Puerto Rico, Rússland, Suður Afríka, Sviss, Tailand og Úkraína.

 

Skráðu þig í Ferðapakka Vodafone á Mínum síðum, í gegnum Netspjall Vodafone, með því að hringja í þjónustuver okkar í síma 1414 eða með því að senda SMS með textanum „Ferðapakki“ í 1414.