Sjónvarp á ferð og flugi

Jens SigurðssonJens Sigurðsson
06.09.2018

Á síðustu mánuðum höfum við unnið mikið að framþróun á sjónvarpsappinu okkar. Við höfum verið að auka við efnisframboðið og myndgæðin upp á síðkastið, samhliða því að þróa nýjar útgáfur af appinu. Okkur er mjög annt um að notendaupplifun og myndgæði séu sem allra best.

AirPlay og Chromecast stuðningur

Í vor kom útgáfa af appinu sem bauð upp á AirPlay og Chromecast stuðning og hefur sú nýjung mælst mjög vel fyrir hjá notendum. Notkun appsins í iOS (Apple) og Android tækjum hefur einnig aukist umtalsvert á sama tíma.

Aukið efnisframboð

Í síðustu viku bættum við stöðvaframboð okkar og er nú hægt að horfa á 20 sjónvarpsstöðvar í sjónvarpsappinu: 7 erlendar stöðvar (DR1, BBC Brit, BBC Earth, Discovery og BBC World News) og 13 innlendar stöðvar (RÚV HD, Stöð 2 HD, Stöð 3, Stöð 2 Bíó, Stöð 2 Krakkar, Sjónvarp Símans, N4 HD, Hringbraut, RÚV 2 HD, Golfstöðina HD, Stöð 2 Sport HD, Stöð 2 Sport 2 HD, Stöð 2 Sport 3 HD og Stöð 2 Sport 4 HD). Við höfum einnig aukið efnisframboð í áskriftarveitunum Stöð 2 Maraþon og Hopster, auk þess að bjóða Frelsi Stöðvar 2, Stöðvar 3, Stöð 2 Sport og RÚV í allt að 28 daga. Á sama tíma höfum við unnið hörðum höndum að því að fjölga leiðum sem hægt er að njóta þessa efnis.

Ný AppleTV útgáfa á leiðinni

Í næsta mánuði ætlum við að setja í loftið nýja útgáfu af sjónvarpsappinu okkar fyrir Apple TV 4.

Í þessari nýju og endurbættu útgáfu er markmiðið að bæta stöðugleika og gæði þjónustunnar. Þar verður hægt að njóta alls þess sama efnisframboðs og er í iOS og Android útgáfunum.

Samsung 4K myndlykill

Á sama síma höfum við unnið mikið í viðmótshönnun og þróun fyrir nýjustu kynslóð myndlykla frá Samsung. Það er óhætt að segja að þeim hafi verið vel tekið af viðskiptavinum Vodafone Sjónvarps og hafa myndlyklarnir „rokið út eins og heitar lummur“.

Kveiktu á gleðinni með okkur í vetur

Það er frábært að hafa marga góða möguleika á að horfa á sjónvarpsefni en við vitum líka að það er á endanum efnisframboðið sem viðskiptavinir okkar eru að sækjast eftir að njóta og erum við afar spennt fyrir dagskrá haustsins: Í september hefst Suður-Ameríski draumurinn, Kórar Íslands og Fósturbörn og fylgja síðan þáttaraðirnar Nýja Ísland, Um land allt og Margra barna mæður fast á hæla þeirra síðar í haust.

Erlenda dagskráin er ekki af verri endanum en nýju þáttaraðirnar Manifest, Magnum PI, Mr. Mercedes og Counterpart líta dagsins ljós á Stöð 2 í haust og auk gamalla kunningja s.s. Greys Anatomy, Shameless og Modern Family.

Stöð 2 Maraþon hefur aldrei verið sterkara en þar færð þú aðgang að hundruðum kvikmynda, frábærum sjónvarpsþáttum og barnaefni sem allt er með íslensku tali eða texta. Við bætum við  nýju efni í Maraþonið vikulega.