Besta niðurstaða í sögu Vodafone

Rekstur Vodafone gekk vel á árinu 2015 með stöðugum vexti í tekjum (+4%) og aukningu hagnaðar (+18%). Jákvæð þróun var á öllum helstu kennitölum og efnahagur mjög sterkur í lok árs.

4G reiki í 24 löndum

Vodafone varð fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja til að bjóða ferðamönnum, íslenskum sem erlendum, á leið um valin lönd háhraða 4G þjónustu vorið 2015. Umfang þjónustunnar jókst hratt og undir lok árs voru löndin þar sem þjónustan er í boði orðin 24 talsins - og þeim mun halda áfram að fjölga.