SPURT & SVARAÐ

Aðgerðir vegna Covid-19

Vodafone býður viðskiptavinum sínum ótakmarkað gagnamagn á heimatengingum frá og með 1. mars til 30. apríl. Þetta þýðir að viðskiptavinir geta notað heimatenginguna áhyggjulaust.

Er ég með ótakmarkað gagnamagn í farsíma?
Aðgerðin á einungis við heimilistengingar. Það á við ljósleiðara, ljósnet eða ADSL tengingar.
Er ég með ótakmarkað gagnamagn á 4G netbeini?
Aðgerðin á einungis við heimilistengingar. Það á við ljósleiðara, ljósnet eða ADSL tengingar.
Hvað greiði ég ef ég er með ótakmarkað gagnamagn?
Greitt er fyrir mánaðargjald internettengingar eins og þú gerðir fyrir síðasta mánuð. Hinsvegar ef þú ferð fram yfir það gagnamagn sem þú ert með í þínum samningi verður ekki rukkað fyrir það á tímabilinu 1. mars – 30. april. 2020
Ég fékk skilaboð um að heimatenging hafi farið yfir gagnamagn í mars?
Ákvörðun um ótakmarkað gagnamagn frá 1. mars til og með 30. apríl var tekin um miðjum mars mánuði, þar af leiðandi hafa einhverjir viðskiptavinir mögulega fengið tilkynningu um að heimatenging þeirra hafi farið fram yfir gagnamagn. Hafðu engar áhyggjur og haltu áfram að njóta, umframnotkun fyrir mars mánuð mun ekki birtast á reikningi.